24 apríl 2005

Sumar - eins og við þekkjum það

Jæja nú er komið íslenskt sumar hér í Stokkhólmi. Við unnum í garðinum allan gærdaginn og grilluðum brasilískt naut að kveldi. Magga, Henrik og drengirnir komu. Yndislegt. Svo spiluðum við Kubb þegar næstum var orðið dimmt. Það veitir ekki af smá þjálfun fyrir íslandsmeistaramótið sem verður haldið í Hagaparken í lok maí. Við erum búin að skrá okkur og ákveða búninga fyrir liðið okkar. Verðum að standa okkur! Er annars mikið að spá í muninn á V-65 og 75. Komment frá fróðum væri vel þegið. Fyrir þá sem búa ekki í Svíþjóð er kannski réttlátt að minnast á að um er að ræða einhvers konar hestakapphlaup.

20 apríl 2005

Meðmæli ársfjórðungsins

Lesefni
Bækurnar um Mma Precious Ramoswe einkaspæjara og speking á Einkaspæjarastofu nr.1 eru yndisleg lesning. Það er svo ljúf stemmning í þeim og söguhetjurnar búa yfir svo mikilli gæsku og kærleik. Sérstaklega gott til að hreinsa stressaða hausa og núllstilla vinnuþjakaða fyrir góðan nætursvefn. Lesist uppi í rúmi.

Ég er komin aftur!

Er líklega ömurlegasti bloggari sögunnar. Trassaði blogg í nokkra daga og gleymdi lykilorðinu inn á síðuna... Prófaði svo síðustu sjöhundruð passorð sem ég hef notað og LOKSINS rambaði ég á það rétta. En engar djös afsakanir hér. The blog must go on!