20 apríl 2005

Meðmæli ársfjórðungsins

Lesefni
Bækurnar um Mma Precious Ramoswe einkaspæjara og speking á Einkaspæjarastofu nr.1 eru yndisleg lesning. Það er svo ljúf stemmning í þeim og söguhetjurnar búa yfir svo mikilli gæsku og kærleik. Sérstaklega gott til að hreinsa stressaða hausa og núllstilla vinnuþjakaða fyrir góðan nætursvefn. Lesist uppi í rúmi.

1 Comments:

Anonymous HJ said...

Er svo yndislega sammála þér elskan. Fyndið en í tiltektarkasti í dag var ég einmitt að setja fyrstu tvær bækurnar upp í hillu, eftir að þær komu úr láni og hugsaði, hverjum á ég að lána þær næst eða mæla með.......... Jú Ragga og æðstráðið fíla Mma Ramotswe örugglega í tætlur. Hér er annars stanslaus sól og maður er vægast sagt á fullu í garðyrkjunni. Ég er svo öflug að ég braut gaffalinn þegar ég var að stinga upp grænmetisbeðið í gær!!

Þín Halldóra

mánudagur, apríl 25, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home