09 júní 2006

Flakk

Apríl og maí voru ansi stífir. Mikið flakk og þeytingur vegna vinnu. Ég fer stöðugt á einhverja spennandi staði um allan heim - en sé ekkert nema flugvelli og hótel og útsýni úr leigubílum. Fundir eru stífir og hléin stutt og fá. Í hléum þarf venjulega að hendast í tölvupóstinn og á símafundi því "venjulega" vinnan heldur áfram. Starfið er samt skemmtilegt og skapandi mikilósköp og ekki yfir því að kvarta. Búdapest, Zurich og Barcelona nýlega - Boston, Vilnius og San Diago á næstunni. Norðurlandaflakk alltaf inn á milli. Þær ferðir eru mest kósí, styst flug.

1 Comments:

Blogger Dosti said...

Já Arna Treholt var líka alltaf að flakka svona...

miðvikudagur, júní 14, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home