29 júní 2005

Duran Duran LOKSINS

Gvuuuð mér fannst ógeðslega gaman. Reyndar fannst mér þeir frekar slappir í spili fyrri hálfleiknum, salurinn líka svoldið sænskur og ókreisí. Hungry like the wolf var ferlega flatt og skrýtið... svo þegar Simon hvarf og þeir fóru út í eitthvað instrumental rugl var mér nú allri lokið. Greindi hann með prostata vandamál en svo áttaði ég mig á að líklega þurfti hann bara smá hressandi í nös.. og það virkaði heldur betur. Ég grét af gleði þegar hann kom á sviðið aftur HELsexí í rauðu skyrtunni og með helvítis hattinn... gvuuuuðminn. Nick stóð sig vel, hefur líka haldið sér gasalega, traustur með sinn Roland og góðan stall og strípur. John,,, well mér fannst hann nú ekki eins hot og mér fannst fyrir 20 (takið eftir) árum. AMK er hann ekki first choice í dag... samt mjög nauðsynlegt að sjá hann hengilmænast með bassann... gaman þótti mér líka þegar hann og Simon voru eitthvað að nuddast saman svona fremst á sviðinu, slíkur perri er ég. Roger, þögla týpan, svoldið eins og sæmilegur einkaþjálfari, gaurinn sem ég hefði flokkað sem dularfullan og ógeðslega spennandi fyrir 15 árum... en er líklega bara svoldið feiminn og vitlaus. Sætur samt. EN ANDY... hvað er í gangi maður, þvílíkur rokkgremlin og með sólgleraugu og sígó og er hægt að vera svona hallærislegur... svo er nú málið að hann er bara frekar leiðinlegur gítarleikari.
En djöfull voru þeir góðir á seinni hlutanum, Careless memories Meeeiriháttar, Sava a prayer ... achchhchc ég þoli ekki svona singalong... og hvernig í ósköpunum gat Simon ímyndað sér að það yrði einhver kveikjarastemmning Í SVÍÞJÓÐ... hahhahahah
Æ þetta var nú bara æðislegt... svo ætla ég að grafa upp gamla tónleikaspólu sem ég á hér í hrúgunni og horfa og bera saman... verður intressant.

15 júní 2005

Mmm SUMAR

Arg hvað ég er ánægð með staðsetningu mína á hnettinum. Hér er svooo gott að vera. Veðrið varð allt í einu dásamlegt og það eru svo falleg blóm í garðinum. Við borðuðum úti á palli á kvöld og spiluðum KUBB á eftir. Bergur tók karfann í dag og nú er ég að fara að maka á hann miklu aftersun.