15 september 2007

Æ fyrst ég er byrjuð...

... get ég nú alveg haldið áfram og sett inn smá meðmæli svo þið hafið eitthvað að bedrífa þegar þið eruð öll búin að ganga í lið með óvinum fátæktar og böls á www.kiva.org :

I döda språks sällskap - bók um útdauð tungumál af indóevrópskum og afróóríentölskum* uppruna (*æ leiðréttið þetta orð fyrir mig elskurnar). Skrifuð af Ola Wikander sem er fæddur áttatíuogfokkingeitt... og greinilega málaséní. Hann TALAR sirka 13 útdauð tungumál, og þá erum við að tala um tungumál eins og súmerísku sem dó út um 2000 fyrir Krist. Garg. Væri ég Ola mundi ég sannarlega nota plássið í heilaberkinum fyrir japönsku, arabísku, rússnesku og farsí svo fátt eitt sé nefnt. Það er frábært að lesa lýsingar hans á sæluhrollinum sem hríslast um líkama hans og sál þegar hann nær breikþrú skilningi á flóknu sagnbeygingakerfi einhverrar löngu dauðrar tungu
The time travellers wife - eftir Audrey Niffenegger. Skemmtilegasta og óvenjulegasta skáldsaga sem ég hef lesið í langan tíma... samt er ég nú alltaf að lesa eitthvað frábært. Eiginmaðurinn þjáist af taugasjúkdómi sem gerir það að verkum að hann dettur stöðugt í tímaflakk og ræður ekkert við það. Þetta veldur ákveðnum vandamálum í samböndum hans við aðra og í félagslífi hans yfirleitt... samt skemmtileg hve lítill fókus er á sjúkdómnum sjálfum heldur frekar á áhrifunum á líf fólks, þá sérstaklega eiginkonunnar.
Män som hatar kvinnor/Flickan som lekte med elden/Luftslottet som sprängdes - eða Millenium trílógían eftir Stieg Larsson. Verst að Stieg fékk hjartaáfall og dó sirka mánuði áður en fyrsta bók trílógíunnar kom út - hann var búinn með allar þrjár, búinn að senda á útgefandann og ganga frá öllu. Eymingja Stieg... og eymingja aðdáendur hans sem eru sólgnir í fleiri ævintýri söguhetjanna úr bókunum þremur. Hann náði ekki að skrifa neitt annað... amk ekki gefa út en sumir segja að fjórða bókin hafi legið hálfkláruð í ibookinni hans þegar hann datt niður og dó. Ég tók ekki þátt í samfélagi manna á meðan ég las bækurnar, þá síðustu hlustaði ég reyndar á í ipoddinum svo ég gat gert eitthvað gagn á meðan, tildæmis vaskaði ég helling upp og braut saman þvott (og telst það nú til tíðinda).

2 Comments:

Blogger Dosti said...

þetta hefurðu tíma fyrir vænan!

sunnudagur, september 16, 2007  
Blogger Ragga said...

Dæmigert, eller hur? Sjálfur... segi ég nú bara.

sunnudagur, september 16, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home