05 mars 2006

Er ég á Austurlandi?

Í Skärgårdsstad er meiri snjór en ég hef séð á byggðu bóli síðan ég var sirka 10 ára á Króknum. Það snjóaði látlaust í gær, líklega 20 cm jafnfall. Hér kemur snjórinn niður og er kjur þar sem hann lendir þar til hitastig hækkar. Hér fýkur ekki í skafla. Svo fer snjórinn í apríl og kemur ekki fyrr en eftir hálft ár aftur. Þetta hentar okkur ágætlega.

Barnið vill tölvu


  • "Mig langar í tölvu" segir litla skottan. Segir svo að tölvan eigi að vera lítil og með myndum.
    Hún var áðan í baði og hlustaði á tónlist "ég er sko vinur þinn, langbesti vinur þinn" var sungið, þá tautaði skotta "nei pabbi er besti vinur minn".
    Hún syngur mikið og um daginn kom "Það er kúkur í bleiunni, fær aldrei bréf".
  • Svo smellir hún rembingskossi á mömmu sína og segir "ég elllska þig mamma".