05 mars 2006

Er ég á Austurlandi?

Í Skärgårdsstad er meiri snjór en ég hef séð á byggðu bóli síðan ég var sirka 10 ára á Króknum. Það snjóaði látlaust í gær, líklega 20 cm jafnfall. Hér kemur snjórinn niður og er kjur þar sem hann lendir þar til hitastig hækkar. Hér fýkur ekki í skafla. Svo fer snjórinn í apríl og kemur ekki fyrr en eftir hálft ár aftur. Þetta hentar okkur ágætlega.

1 Comments:

Anonymous Lóa said...

það er aldeilis fjör að færast í mína, deyfð og doði árum saman svo hleður hún inn þrjá daga í beit... en hér á vorri ástkæru foldu þarf náttlega aldrei að vaða snjó eða moka snjó eða skafa snjó eða detta á harðfenni. Varla að maður þurfi að setja upp húfu í þessu íslenska blíðviðri sem hefur ríkt hér umliðið árið...

sunnudagur, mars 05, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home