01 apríl 2006

Áskorun svarað

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
1. Fiskiðjan á Sauðárkróki - þar snyrti ég þorsk (held ég) með gúmmíhanska gula og alltof beittan hníf. Skar mig í puttann. Fannst skemmtilegast þegar ég fékk að spyrða fiska og síðan hengja upp til þerris... úr þessu varð skreið semsagt.
2. Jass sporið - þar kenndi ég djassballett, byrjaði 14 ára. Mest litlum krakkaormum, 3ja til 6 ára. Reyndar voru þau yndisleg og gátu lært helling. Var stundum að kenna laugardaga og sunnudaga 9-5, í dag mundi það eflaust flokkast sem barnaþrælkun.
3. Máttur, Baðhúsið, Kramhúsið - eróbikk og leikfimikennsla. "Þrjú hné"... já og allur pakkinn. Geisladiskasafnið ber merki um þessa vafasömu fortíð, nokkrir ibiza diskar og annað skringilegt. Kramhúsið reyndar í öðrum flokki, þar var leikfimin mjúk og yndisleg, salsaskotin mjög.
4. Novartis í Svíþjóð. Hér vinn ég núna sem produktchef með lyf sem eru notuð eftir líffæraígræðslur. Starfið mitt er stundum hunderfitt, en oftast skemmtilegt. Það felst í að vinna að alls konar verkefnum sem styðja og styrkja söluna á norðurlöndunum.

Fjórar kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur
1. So I married an axe murderer - brjálæðislega fyndin. Elska húmorinn og hef vitnað í hana all-oft á mínum seinni árum.
2. Íslenski draumurinn - dásamleg sýn á hið séríslenska mikilmennskubrjálæði. Fær líka alveg nýjan vinkil núna þegar ég bý hér í Svíþjóð og hlusta á sænsku meðalmennskuna og endalaus komment um smæð sænsku þjóðarinnar (9 mill).
3. Break dance - hef reyndar ekki séð hana síðan 1985 en verð þó að hafa hana með. Minnir að ég hafi séð hana 17 sinnum Í BÍÓ, og svo kom hún út á videó. Lærði alla dansana og lét mig dreyma um að verða frægur götudansari í ameríku.
4. Fight club - af einskærum pervertaástæðum. Sveittur og blóðugur Brad Pitt er eitthvað svo eggjandi.

Fjórir staðir sem ég hef búið á
1. Ægisstígur 5 á Sauðárkróki - Ömmu og Afahús. Hér átti ég heima þegar ég fæddist og mamma og pabbi og Svenni, Filli, Gudda, Siggi, Raggi og Dúdda (systkyni mömmu). Yndislegt og stórt hús með gulu, bláu, bleiku og fjólubláu herbergi. Búr með magál og smákökum og bílskúr með veiðistöngum og olíulykt. Stjúpur marglitar í beðinu fyrir framan, fáni við hún og grasið grænt.
2. Drápuhlíð 40, ris - Þegar mamma var búin í mastersnámi í Boston fluttum við í Hlíðarnar. Ég var 8 að verða 9 og byrjaði í Hlíðaskóla. Drápuhlíðin kom reyndar ári á eftir Bogahlíðinni. Ég átti fínt herbergi með hvítu og dökkbláu hjartamunstursþema. Kristrún og Bjarni bjuggu á miðhæð og Olga og Raggi á neðri hæð. Það var alltaf lykt af winston og lauksnakki í ganginum og ég fór oft út í búð að kaupa svoleiðis fyrir Kristrúnu.
3. 8 Marvel Trail, RI, USA - flutti þangað 16 ára. Lét mér leiðast óskaplega því ég saknaði kærastans. Horfði á Opruh, borðaði ís og philadelphia cream cheese. Hélt út fram að jólum en flutti þá heim með flunkunýtt bílpróf á sjálfskiptan og hóf sambúð.
4. Kleppur - vann á kleppi og bjó í starfsmannabústað með Hlyni mínum. Gott að vera þar, leikskólinn steinkast frá og drengurinn hljóp um grundir meðal Tjalda og annarra vaðfugla.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
1. Krít - fór með Ylfu vinkonu til London og svo keyptum við miða áfram í sólina. Sólin var heit og hótelið ódýrt. Lentum í ýmsum ævintýrum m.a. grískri skírnarveislu.
2. Danmörk - við og við á sokkabandsárunum. Hróarskelda var stundum partur af ferðinni, Biggi frændi líka og þá fékk ég að búa í litla gestahúsinu hans.
3. Brasilía - bland af vinnu og knúsi með Bergi mínum.
4. Prag - ógleymanleg ástarferð með Bergi.

Fjórar síður sem ég skoða daglega
1. www.mbl.is
2. www.viktklubb.se
3. www.google.com
4. www.dn.se

Fjórar bækur sem ég les oft
1. Emil í Kattholti - Astrid Lindgren (fyrir Rúnu mína)
2. Hundrað ára einsemd - Gabriel Garcia Marques
3. My secret garden - Nancy Friday
4. Barnaeyjan - PC Jersild

Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna
1. Einhvers staðar með mömmu, catching up!
2. Í Japan með Héðni mínum og Hanako.
3. Á heitum sólríkum stað með Bergi mínum og börnunum okkar.
4 Á Íslandi með fólkinu mínu.

Fjórir sem ég skora á að gera þetta
1. Héðinn bróðir
2. Finnur bróðir
3. Anna Sóley
4. Begga

2 Comments:

Blogger Dosti said...

Brad Pitt? lék hann í Fight Club?...Var hann ekki bara í Thelma & Louise og einhverjum Dallasþáttum þar á undan? Jú það var Tom Cruise sem var í Fight Club, og hafðu nú staðreyndirnar á hreinu væna. Sá var nú sveittur og flottur.

þriðjudagur, apríl 04, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

HEED! PANTS! NOW!

Það eru greinilega fleiri en ég sem reyna að gleyma árunum á geðdeildinni!

mánudagur, apríl 10, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home