13 febrúar 2006

Jólarapport

Nokkrir punktar um jólin. Í heild voru þau yndisleg þó að nokkur barnafæð hafi hrjáð heimilið. Hlynur fór til Íslands til pabba síns um 20 des og tók með sér 700 kíló af jólagjöfum. Þær skiluðu sér misvel og grunar mig að nokkrar vinkonur sitji fornemaðar heima því jólagjafirnar voru sendar með barninu til baka. Það mætti kannski nefna dulítinn lyðrugang hérna megin í þessu samhengi því gjafirnar eru ekki enn farnar í póst... vonandi tekst mér að senda þær fyrir sumarið. Tískan breytist svo hratt.
Maren kom um jólin og var í 3 vikur. Finnur kom líka og var yfir jól, var svo að hálfpiparsveinast niðri á Stureplan - hálf segi ég því huggulegasti kvenmaður gisti hjá honum nokkrar nætur.
Hamborgarhryggur var fluttur inn frá Íslandi og með honum grænar Ora og almennilegt jólabland. Ljúffengt.
Rúna Lóa sýndi fádæma stillingu í pakkafarganinu en naut sín vel. Fékk ýmislegt fallegt í jólagjöf leikföng, föt og bækur, líka pening og keypti sér fína jólakápu.
Að þessu sinni misstum við af jólaballinu því Uppsalaslektið kom allt hingað á annan í jólum. Það var skemmtileg innrás og blandað jólaborð á boðstólnum. Við sungum líka jólalög og höfðum hátt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home