15 september 2007

Nú líður að því...

... að ég setji inn mína árlegu afmælisbloggfærslu. Ég hef sætt harðri gagnrýni úr ýmsum áttum en læt hvergi bugast. Þeim æstustu hef ég beint inn á hitt bloggið mitt sem algjörlega er helgað prjóni og handavinnu mörgum til hryllings en þó fleirum til ánægju. Á meðan lesendur bíða eftir afmælisfærslunni vil ég benda þeim á að fara inn á góðgerðarvef og láta nú eitthvað gott af sér leiða í stað þess að hanga á facebook allan daginn.
Góðar stundir
Ragnheiður

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home