17 febrúar 2005

Schlagerbrjálæði

Þeir sem héldu að íslendingar væru æstir í eurovision geta alveg hætt að röfla og lagt sig. Miðað við Svía eru íslendingar gjörsamlega áhugalausir og hafa að auki ekkert vit á glamúr. Svíar kalla keppnina ýmist melodifestivalen, schlager EM (europisk mästarskap) eða grand prix. Við urðum mjög rugluð á þessu í byrjun en okkur líður betur núna. Það er fjallað um keppnina og keppendur í fjölmiðlum allan ársins hring en brjálæðið byrjar fyrir alvöru í febrúar með undankeppnum sem eru haldnar í hverju landshorni. Glamúr, diskó og stuð. Keppni númer 2 er á morgun og við getum varla beðið...

Mont

Við eigum ótrúlega gáfaða litla stelpu. Svo er hún líka fallegust allra og best. Veltum því stundum fyrir okkur hvort aðrir sjái þetta líka eða hvort við séum gersamlega blinduð af ást og hvort það geti mögulega verið að hún sé ósköp normal og miðlungs... hah... það passar samt engan veginn (andvarp). Hún er mesti lestrarhestur (eða folald) sem ég hef fyrir hitt. Lúlli er í uppáhaldi, líka Einar Áskell, Emma og Tumi. Hún kann líka að stafa L-Ú-L-L-I... gæti örugglega grætt á að selja hana í sirkus.

07 febrúar 2005

Stóribróðir

Hér veður allt í raunveruleikaþáttum, dokkusápum. Vorum aðeins að spá í þetta í gær. Ef við ættum að setja saman íslenska stórabróðursþætti með klósettkamerum og allri vitleysunni yrðu eftirtaldir þátttakendur fyrir valinu:

Fjölnir - engin spurning, jafnvel báðir, þ.e. tattúfjölnir og hrossafjölnir. Í það minnsta þyrfti einn.
Árni Johnsen - full þörf á smá kommbakki þar.
Geir Ólafs - til að halda uppi smá standard í klæðaburði og stuði í partíunum.
Ásdís Rán - eða önnur álíka outspoken bikinídama.
Harpa - hin eina sanna listræna sápugyðja
Lopapeysubræðurnir - lopapeysur ríma alltaf vel við bikiní, svo mundi hið stórkostlega samræmda útlit þeirra valda farsakenndum ruglingi á hverjum degi.
Rósa Ingólfs - hress og alltaf til í smá sprell með unga fólkinu.
Rósa hin - fulltrúi kynvilltra (hahhah)
Snorri í Betel - einhver þarf að vanda um fyrir hinum. Ef Snorri kemst ekki gæti Þórhallur Heimisson tekið að sér að gæta velsæmis og jafnréttis
Logi Bergmann - svakalega mundi hann sóma sér vel í hópnum, sjálfkjörinn leiðtogi jafnvel.
Þór Jóseps - hví fær hann engin gigg þessa dagana? Hvar er Þór núna?

Þá skulum við segja þessari vitleysu lokið - í bili.