24 apríl 2005

Sumar - eins og við þekkjum það

Jæja nú er komið íslenskt sumar hér í Stokkhólmi. Við unnum í garðinum allan gærdaginn og grilluðum brasilískt naut að kveldi. Magga, Henrik og drengirnir komu. Yndislegt. Svo spiluðum við Kubb þegar næstum var orðið dimmt. Það veitir ekki af smá þjálfun fyrir íslandsmeistaramótið sem verður haldið í Hagaparken í lok maí. Við erum búin að skrá okkur og ákveða búninga fyrir liðið okkar. Verðum að standa okkur! Er annars mikið að spá í muninn á V-65 og 75. Komment frá fróðum væri vel þegið. Fyrir þá sem búa ekki í Svíþjóð er kannski réttlátt að minnast á að um er að ræða einhvers konar hestakapphlaup.

1 Comments:

Blogger huxy said...

ekkert líkt íslensku sumri hér hjá mér í hollandi. molla og mengun, hlýrabolir og berir leggir.

mánudagur, maí 02, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home