17 júní 2006

Snudduathöfn á þjóðhátíð

Um daginn fórum við í Skansinn og Rúna fékk að vita hvað verður um snuddur sem börn í Stokkhólmi hætta að sjúga. Þær enda nefnilega á lill-skansen hjá litlum sætum kettlingum sem eiga þar lítið gerði og kofa. Nokkur hundruð þúsund snuddur hafa komið þangað til að setjast í helgan stein og safnið er all-tilkomumikil sjón. Í þessari ferð, sem var fyrir 3 vikum, ákvað Rúna að í næstu ferð skyldi hún taka allar sínar snuddur með í Skansinn og gefa litlu kisunum. Svo kom sautjándi júní og yfir morgunmatnum ræddum við plön dagsins - meðal annars ráðgerða Skansferð. Þá gall við í dóttur minni "já Skansinn, ég vil fara með snuddurnar og gefa dýrunum". Svo fékk hún hjálp við að safna saman öllum snuddunum og binda þær í band, prófaði hverja og eina og kyssti bless. Snuddurnar voru svo skildar eftir hjá litlu kisunum í dag kl 16.05 við hátíðlega athöfn.

09 júní 2006

Flakk

Apríl og maí voru ansi stífir. Mikið flakk og þeytingur vegna vinnu. Ég fer stöðugt á einhverja spennandi staði um allan heim - en sé ekkert nema flugvelli og hótel og útsýni úr leigubílum. Fundir eru stífir og hléin stutt og fá. Í hléum þarf venjulega að hendast í tölvupóstinn og á símafundi því "venjulega" vinnan heldur áfram. Starfið er samt skemmtilegt og skapandi mikilósköp og ekki yfir því að kvarta. Búdapest, Zurich og Barcelona nýlega - Boston, Vilnius og San Diago á næstunni. Norðurlandaflakk alltaf inn á milli. Þær ferðir eru mest kósí, styst flug.