07 febrúar 2005

Stóribróðir

Hér veður allt í raunveruleikaþáttum, dokkusápum. Vorum aðeins að spá í þetta í gær. Ef við ættum að setja saman íslenska stórabróðursþætti með klósettkamerum og allri vitleysunni yrðu eftirtaldir þátttakendur fyrir valinu:

Fjölnir - engin spurning, jafnvel báðir, þ.e. tattúfjölnir og hrossafjölnir. Í það minnsta þyrfti einn.
Árni Johnsen - full þörf á smá kommbakki þar.
Geir Ólafs - til að halda uppi smá standard í klæðaburði og stuði í partíunum.
Ásdís Rán - eða önnur álíka outspoken bikinídama.
Harpa - hin eina sanna listræna sápugyðja
Lopapeysubræðurnir - lopapeysur ríma alltaf vel við bikiní, svo mundi hið stórkostlega samræmda útlit þeirra valda farsakenndum ruglingi á hverjum degi.
Rósa Ingólfs - hress og alltaf til í smá sprell með unga fólkinu.
Rósa hin - fulltrúi kynvilltra (hahhah)
Snorri í Betel - einhver þarf að vanda um fyrir hinum. Ef Snorri kemst ekki gæti Þórhallur Heimisson tekið að sér að gæta velsæmis og jafnréttis
Logi Bergmann - svakalega mundi hann sóma sér vel í hópnum, sjálfkjörinn leiðtogi jafnvel.
Þór Jóseps - hví fær hann engin gigg þessa dagana? Hvar er Þór núna?

Þá skulum við segja þessari vitleysu lokið - í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home