17 febrúar 2005

Mont

Við eigum ótrúlega gáfaða litla stelpu. Svo er hún líka fallegust allra og best. Veltum því stundum fyrir okkur hvort aðrir sjái þetta líka eða hvort við séum gersamlega blinduð af ást og hvort það geti mögulega verið að hún sé ósköp normal og miðlungs... hah... það passar samt engan veginn (andvarp). Hún er mesti lestrarhestur (eða folald) sem ég hef fyrir hitt. Lúlli er í uppáhaldi, líka Einar Áskell, Emma og Tumi. Hún kann líka að stafa L-Ú-L-L-I... gæti örugglega grætt á að selja hana í sirkus.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home