17 febrúar 2005

Schlagerbrjálæði

Þeir sem héldu að íslendingar væru æstir í eurovision geta alveg hætt að röfla og lagt sig. Miðað við Svía eru íslendingar gjörsamlega áhugalausir og hafa að auki ekkert vit á glamúr. Svíar kalla keppnina ýmist melodifestivalen, schlager EM (europisk mästarskap) eða grand prix. Við urðum mjög rugluð á þessu í byrjun en okkur líður betur núna. Það er fjallað um keppnina og keppendur í fjölmiðlum allan ársins hring en brjálæðið byrjar fyrir alvöru í febrúar með undankeppnum sem eru haldnar í hverju landshorni. Glamúr, diskó og stuð. Keppni númer 2 er á morgun og við getum varla beðið...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ha ha ha ! Þetta er sko alveg rétt hjá þér! Svíþjóð er draumalandið fyrir verstu Júrovisjónpíkurnar.... :-) Velkomin í svenska Schlagerbrjálæðið!!!

Halldóra

föstudagur, febrúar 18, 2005  
Blogger Ása said...

Er Plastic Bertrand með í keppninni? bara svona að spá ...

mánudagur, febrúar 21, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home