17 janúar 2005

Meðmæli vikunnar

Finnst sjálfsagt að deila með ykkur því sem mér finnst gott. Því koma hér meðmæli vikunnar. Sjáum svo til hve lengi ég mun kalla þennan lið meðmæli vikunnar. Það fer eftir dugnaði... aðrir möguleikar eru meðmæli mánaðarins eða meðmæli ársins.

Vika 3 (sænskt tímatal):
Asyl eftir Lisu Marklund, fyrsta bókin hennar. Svo mögnuð að hún framkallar líkamleg einkenni spennu (hjartsláttaróreglu, hroll og svita) nánast á hverri síðu. Óskiljanlegt að atburðir sem þar er sagt frá skulu hafa átt sér stað í velferðarríkinu sem ég á heima í akkúrat núna.

101 dagur í Bagdad eftir Åsne Seierstad og þýdd af Ernu stjúpmóður minni. Þetta sést sko ekki á CNN eða Fox news.

Prjón. Þegar ég var ólétt síðast gerðist eitthvað í höfðinu á mér hvað varðar prjónaskap. Skyndilega rann upp fyrir mér ljós og ég skildi hvað málið snýst um. Þetta var mjög svipað og það sem gerðist hjá Neo í lokin á Matrix 1, þegar hann sá allt í einu í gegn um blekkinguna og inn í sjálfann kjarnann. Ehm... hljómar kannski undarlega. Nú hef ég svo tekið upp prjónana á ný og get mælt með þessu tómstundagamani í hvívetna. Gott ráð er að prjóna bara lítil plögg s.s. barnaföt. Þá klárar maður stykkin frekar og hlýtur ánægjuna að launum.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikið gleður það mitt litla hjarta að geta lesið og deilt með þér því sem þú tekur þér fyrir hendur. Nú hef ég verið jafnoft "ólétt" og þú en mitt höfuð tók aldrei upp á þessum kjánalátum... ég er þakklát fyrir að geta búið til músastiga : / Eníhú... ást og kossar, ykkar vinkona Guðrún Jóna.
p.s. takk fyrir yyyyyndislegt matarboð á kærleiksheimili ykkar hjóna s.l. haust.
Rock on!!!

þriðjudagur, janúar 18, 2005  
Blogger Ása said...

Hæ bloggbeibí. Gat nú verið. Búin að blogga í tvær vikur og komin með linka og uppsetningu og hvað veit ég. Minnir mann á nýjustu tækni og vísindi (intro tölvuteknó ...)

Við söknum ykkar gasalega mikið, eiginlega jafnmikið og þið okkar, skilst mér ... bloggið kemur að hluta til í staðinn en samt ekki alveg. Til dæmis fæ ég ekki að sjá Motley Crue hárheilkennið, en mig rámar samt í að það hafi sést áður, á lánsskóda á Hringbrautinni (sendi þér link ef þú manst ekki http://www.rockstarhq.com/tshirts/music/motleycrew.htm).

Annar bara þér til gleði í vinnunni og víðar, http://www.menwholooklikekennyrogers.com.html.

Bara annars allt í blíðskap og byl. Kv. Ása

þriðjudagur, janúar 25, 2005  
Blogger huxy said...

elsku ragga, gaman að sjá þig hér ... og gangi þér vel að prjóna, æ lovvitt! trektarkveðjur

miðvikudagur, febrúar 02, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home