09 janúar 2005

Smá æst

Fíla mig hér eins og yfir meðallagi æstan bloggara. Þetta er mitt þriðja blogg á einum og sama deginum. Kannski eru allir bloggarar æstir í byrjun en þynnast svo út með tímanum. Við sjáum til hvernig þetta fer. Verð bara að koma með eina tillögu áður en ég hátta og sofna: að skánska verði bönnuð. Ósóminn er að yfirtaka sænska fjölmiðla með öllu. Nú er það ekki lengur stöku íþróttafréttamaður sem ælir orðunum út úr sér rétt í lok frétta, heldur eru heilu þættirnir undirlagðir af þessum dárum. Það þarf einhvers konar þjóðarátak hér. Svíar eru bara svo djöfullega kurteisir og pólitískt rétthugsandi að málstaður minn er líklega í andaslitrunum nú þegar.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ frænka og gleðilegt ár gaman að geta fylgst með þér hér, annars er mitt blogg http://sollastirda.gsmblogg.is

kv Solla frænka

mánudagur, janúar 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara að þú komir ekki "heim" aftur talandi "Götebooorska" :-)
Til hamingju með Bloggið!
/H prjónó

mánudagur, janúar 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ! Gaman að kíkja á síðuna! Ég er líka bloggari.. http://magga.bloggari.com :)

Bið að heilsa öllum
Kv. Magga frænka (litla Magga)

þriðjudagur, janúar 11, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home