11 janúar 2005

Á einhver ellnett?

Sit í Gautaborg. Fólk hér hefur varla minnst á klippinguna. Þetta þykir kannski eðlilegt á Norðurlöndum. Já sveimérþá kannski ætti ég að líta á þetta sem lið í að innlimast í sænskt þjóðfélag. Maður verður nú að leggja sitt af mörkum. Mér hefur þó tekist með undraverðum hætti að hemja greiðsluna og nýt þá liðsinnis nútíma fegrunarvarnings. Annars þyrfti ég ekki margar gusur af Ellnett til að ná hinni frægu John Taylor/Nick Rhodes hárgreiðslu sem ég streðaði mörg unglingsárin við að fullkomna á sjálfri mér.
Verð líka að þakka allar heimsóknirnar og kommentin. Gvuð hvað ég er sátt við að blogga.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki frá því að Ellnett hringi einhverjum bjöllum hjá mér. Hvað var það - baneitrað helvíti. En maður setti það í sig, því meira því betra.

Til hamingju með hárgreiðsluna og bloggið. Ég skil og samþykki nálgunina. Hér er annað: asaola.blogspot.com

M

föstudagur, janúar 14, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home