16 janúar 2005

Meðvitaða helgin

Í gær var það Supersize me og í dag Farenheit 911. Niðurstaðan er auðvitað sú að nú verður ekki farið framar og etið undir hinum gylltu bogum... ónei. Morgan var að dauða kominn eftir mánuðinn svo að í tilfelli okkar tæki dauðastríðið kannski áratug eða svo og helst viljum við lifa lengur en það. Bergur fór svo í rúmið með ágætis bók sem við erum búin að eiga í bókahillunni síðastliðið árið eða svo, Fast food nation eftir Eric Schlosser. Lestur hennar dugði ekki til þess að bjarga mér frá hægum McDauðdaga heldur þurfti hreyfimyndir og hrakandi heilsu Morgans Spurlocks til þess arna. Um hina myndina get ég ekkert sagt. Ég er orðlaus og máttlaus. Hvað í ósköpunum á maður að gera. Hætta að drekka kók? Ekki kaupa Dove sjampó aftur? Aldrei ganga í Calvin Klein nærbuxum? Hætta að horfa á Friends? Borða aldrei framar séríós? Hætta algjörlega að taka þátt í Bandaríkjatengdri neyslu? Er það hægt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home