09 janúar 2005

Smá árekstur menningarheima

Ég fékk eina ferðina enn bráðaþörf fyrir að láta klippa á mér hárið. Þetta gerist endrum og eins og þá finn ég ekki ró í mínum beinum fyrr en hár mitt hefur verið skorið. Það var svo líkast olíu á eld að ég er að fara í alvarlega bissnissmyndatöku á morgun. Það hljómar auðvitað fáránlega að mér skyldi detta í hug að fara á klippistofu sem er með bakaríisnúmerahjól í biðstofunni... Reyndar á ég mér eina málsvörn - nefnilega að Hlynur minn var klipptur á sama stað fyrir jólin og það gekk svona ljómandi vel. Ég fékk númerið 95 sem er nú opinber óhappatala mín. Klipparinn var mjög kurteis og hlýlegur en skildi bara ekki neitt af því sem ég reyndi að útskýra. Ég held að ég hafi lamast þarna í stólnum, ég fékk einhvers konar meðaumkunarkast og kóaði miskunnarlaust með veslings klipparanum sem ég held raunverulega að hafi verið að reyna að gera sitt besta. Ég fann meira að segja líkamleg einkenni panikks. Og niðurstaðan er sú að mér líður eins og hokkíspilara sem er að leita sér að næsta snusskammti (snus er ógeðið sem svíar setja í vörina svo að þeir líta út eins og apakettir). Lýsa mætti klippingunni sem mullett, hockeyfrilla eða apecut. Frægir einstaklingar sögunnar sem hafa skartað svipaðri greiðslu eru m.a. Riff Raff, Pálmi Gunnarsson, gaurinn í bíómyndinni Ghostworld, Jón Ásgeir Jóhannesson (sem öllum að óvörum birtist sem veðurfréttamaður á skjánum hér í Svíþjóð, smá aukadjobb býst ég við) og tónlistarmaðurinn Günther.
Jæja þá er ég búin að blogga þetta út úr systeminu og get farið að meta skaðann.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Ragga mín, ég má til með að koma í veg fyrir misskilning, en í stjörnuspá dagsins í dag kemur eftirfarandi fram: Árið er þitt kæra vog. Ástæðan er Júpíter, pláneta heppni, sem er í þínu merki í fyrsta sinn í 12 ár. Búast má við því að líf þitt batni á öllum sviðum næstu 10 mánuði.
Ég get ekki annað en túlkað það svo að þessi klipping muni eiga þátt í gæfu þinni á næstu misserum. Hver veit nema að opnist nýjar dyr, ný klipping, nýja kreðsur, ný sambönd...

sunnudagur, janúar 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Ragga mín, ég má til með að koma í veg fyrir misskilning, en í stjörnuspá dagsins í dag kemur eftirfarandi fram: Árið er þitt kæra vog. Ástæðan er Júpíter, pláneta heppni, sem er í þínu merki í fyrsta sinn í 12 ár. Búast má við því að líf þitt batni á öllum sviðum næstu 10 mánuði.
Ég get ekki annað en túlkað það svo að þessi klipping muni eiga þátt í gæfu þinni á næstu misserum. Hver veit nema að opnist nýjar dyr, ný klipping, nýja kreðsur, ný sambönd... kvulda

sunnudagur, janúar 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Ragga mín, ég má til með að koma í veg fyrir misskilning, en í stjörnuspá dagsins í dag kemur eftirfarandi fram: Árið er þitt kæra vog. Ástæðan er Júpíter, pláneta heppni, sem er í þínu merki í fyrsta sinn í 12 ár. Búast má við því að líf þitt batni á öllum sviðum næstu 10 mánuði.
Ég get ekki annað en túlkað það svo að þessi klipping muni eiga þátt í gæfu þinni á næstu misserum. Hver veit nema að opnist nýjar dyr, ný klipping, nýja kreðsur, ný sambönd... kvulda

sunnudagur, janúar 09, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home