08 október 2005

Meðmæli

Að svo stöddu langar mig að mæla með eftirtöldu:

Minette Walters: bresk spennusagnakerling. Algjör snillingur.
Harlan Coben: amerískur spennusagnakarl. Tvö kransæðaáföll á bók af spenningi.
Hljóðbækur: ekki bara fyrir blinda og sjóndapra, heldur líka konur eins og mig sem keyra að minnsta kosti 500 km á viku. Með Henning Mankell í geislaspilaranum er ekki hægt að láta sér leiðast.
Dans í sjónvarpi: þessir þættir sem eru eiginlega byggðir upp eins og IDOL fyrir dansara. Slær idolið út finnst mér.
Mean Creek: bíómynd um vináttu. Fórum á bíó í fyrsta sinn síðan við fluttum til SE. Gjörsamlega meiriháttar mynd, vinátta, illska, stríðni, pressa, rétt/rangt, þrá eftir viðurkenningu... mjög dramatísk en mínímalíska á sama tíma. Engu ofgert en samt nákvæmlega nógu mikið til að búa til gæsahúð og hjartslátt. Frábær leikur og sérstaklega flott notkun á tónlist.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home