08 október 2005

Ég er víst bloggari

... eða er ég bloggari? Kannski bara frekar hægur eða lélegur bloggari. Að minnsta kosti er ég afskaplega óskilvirk og þess vegna orðin dulítil hneykslunarhella hér í íslenska samfélaginu í Stokkhólmi. Fólk er svo ofurduglegt allt í kringum mig, bloggar daglega og setur meira að segja inn myndir nokkrum sinnum á dag. Hef heyrt um húsmæður hér sem blogga um hvernig ost þær setja á samloku eiginmannsins á hverjum morgni og hversu mikið stuð var að strauja allar nærbuxurnar hans í gær. Ég er hægari. Kannski gerist ekki svo mikið hjá mér, eða kannski finn ég mig ekki knúna til að deila öllum smáatriðunum í dægurþrasinu með heiminum. Ég býst við að ég haldi samt uppteknum hætti og bloggi stopult- lífið er langt og tíminn líklega nægur - vil alla vega gera ráð fyrir því.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey, you have a great blog here! I'm definitely going to bookmark you!

Cheers

Adam

laugardagur, október 08, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home