09 janúar 2005

Ákvörðun tekin

Þá hef ég ákveðið að byrja að blogga eins og allir hinir. Mér féll allur ketill í eld þegar ég kynntist tveimur konum hér í Svíþjóð. Þær hafa ekki aðeins veitt mér nægilegan innblástur til að byrja að prjóna lopapeysu... heldur finnst mér ég þurfi að byrja að blogga líka eins og þær gera. Önnur, sem hefur hlotið titilinn sérlegur prjónaráðgjafi hirðarinnar, er með sérstaka bloggsíðu bara um PRJÓN. Held að mín verði aðeins dreifðari hvað umfjöllun varðar. Sá líka í hendi mér að í framtíðinni yrði það fyrirtaks heimild um líf mitt og störf fyrir komandi kynslóðir. Ég mundi að minnsta kosti gjarnan vilja lesa blogg langömmu á Hofsósi eða um líf hinnar langömmunnar á Miklabæ í Skagafirði. Mun jafnvel reyna að hafa þetta yfir meðallagi skemmtilegt. Sjáum þó til.

1 Comments:

Blogger Halldóra said...

Frábært! Velkomin í takt við tímann (djók) - og í bloggheima. Verður gaman að fylgjast hér með daglegum ævintýrum þínum (hnýsast í fleiri koppa).
Halldóra.

sunnudagur, janúar 09, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home